Frá SSNE; Innviðagreining fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202401083

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1094. fundur - 25.01.2024

Tekinn fyrir rafpóstur frá verkefnastjóra SSNE, dagsettur þann 5. janúar sl, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru fyrstu drög að innviðagreiningu sem sveitarstjóri óskaði eftir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa drögum að innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð til umræðu í fagráðum sveitarfélagsins.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 17. fundur - 02.02.2024

Fyrir fundinum lágu drög að Innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð unnin af SSNE.
Umhverfis- og dreifbýlisráð fór yfir drögin og er sammála um þau þarfnist verulegra úrbóta og yfirlesturs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 158. fundur - 06.02.2024

Drög að Innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð unnin af SSNE lög fyrir. Byggðaráð hafði vísað drögunum til umræðu í fagráðum.
Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir drögin og er sammála um kaflinn um íþróttir og afþreyingu þarfnist verulegra úrbóta og yfirlesturs. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 132. fundur - 12.02.2024

Á 1094.fundi byggðaráðs þann 25.janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa drögum að innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð til umræðu í fagráðum sveitarfélagsins.
Veitu- og hafnaráð fór yfir drögin og er sammála um þau þarfnist verulegra úrbóta og yfirlesturs.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Fræðsluráð - 290. fundur - 14.02.2024

Drög að Innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð unnin af SSNE lögð fyrir. Byggðaráð hafði vísað drögunum til umræðu í fagráðum.
Fræðsluráð fór yfir innviðagreiningu í Dalvíkurbyggð. Kaflinn um menntun lýsir ágætlega innviðum Dalvíkurbyggðar en bæta má inn Tónlistarskólanum TÁT og Símey inn í kaflann. Prófarka þarf texta betur áður en þetta er gefið út.

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Lögð fram til kynningar drög að innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð sem unnin voru á vegum Sambands sveitarfélaga á norðurlandi eystra.
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 101. fundur - 29.02.2024

Drög að Innviðagreiningu fyrir Dalvíkurbyggð unnin af SSNE lög fyrir. Byggðaráð hafði vísað drögunum til umræðu í fagráðum.
Menningarráð fór yfir drögin og er sammála um að kaflinn um Menningu þarfnist úrbóta og yfirlesturs. Eðlilegt væri að hafa samráð við þá aðila sem koma að menningarmálum í sveitarfélaginu. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Félagsmálaráð - 277. fundur - 09.04.2024

Tekinn fyrir rafpóstur sem vísað er til fagráða sveitarfélagsins úr Byggðaráði, 1.094 fundi sem haldinn var 26.01.2024. Í byggðaráði var tekinn fyrir rafpóstur frá verkefnastjóra SSNE, dagsettur þann 5. janúar þar sem fram koma fyrstu drög að innviðagreiningu sem sveitarstjóri óskaði eftir.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð bendir á að fara þarf yfir orðalag s.s. bæjarstjóri, Haugasandur o.s.frv í innviðagreiningu frá SSNE.