Vinnuskóli

Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, félagslega skapandi vinnustaður, með kennslu í almennri vinnuskólavinnu og vinnur eftir skýrum reglum varðandi vinnuumhverfi. Vinnuskólinn starfar við öll almenn verkefni sem lúta að umhverfi, umhirðu, snyrtingu og skreytingum í Dalvíkurbyggð.

Við Vinnuskólann starfa ungmenni úr 8. 9. og 10. bekk yfir sumarmánuðina. Vinnutíminn er mismunandi eftir árgöngum í allt að níu vikur frá 5. júní. Laun eru ákvörðuð af byggðaráði hverju sinni.

Markmið vinnuskólans eru í grunninn þrjú; að veita ungmennum sem eru að hefja starfsferilinn öruggan fyrsta vinnustað, að fræða og undirbúa ungmennin áður en haldið er út á almennan vinnumarkað og að auka samfélagsvitund og ýta undir þátttöku ungmenna í sínu nærumhverfi.

Lögð er áhersla á góð samskipti, góða ástundun, vinnusemi og virðingu gagnvart umhverfinu, vinnustaðnum, stjórnendum,  íbúum og gestum sveitarfélagsins. Ungmenni í Vinnuskólanum fá margskonar fræðslu á vinnutíma m.a. um hvað það þýðir að vera launþegi, umhverfismál, skyndihjálp, umhirðu og notkun verkfæra auk annars.

Nánari upplýsingar veitir Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, í síma 460 4936 og í tölvupósti á netfanginu helgairis@dalvikurbyggd.is

Upplýsingar um Vinnuskóla frá kynningarfundi 28. Mars 2023 eru aðgengilegar hér.