Frá forstöðumanni safna og menningarhúss; Viðaukabeiðni - Varðveislurými vegna byggðasafnsins.

Málsnúmer 202404023

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1102. fundur - 04.04.2024

Tekið fyrir erindi frá forstöðumanna safna og menningarhúss, dagsett þann 25. mars 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.140.000 á lið 05320-2810, til að kaupa hillu og búnað í uppfærðan varðveislustað fyrir Byggðasafnið í kjallara Ráðhúss Dalvíkur. Fram kemur að fyrir liggur hönnun á rýminu frá sérfræðingi og forverði hjá Listasafni Íslands svo að það megi nýtast sem best.

Í ljósi þess að senn þarf að rýma Hvol er mikilvægt að koma varðveislustaðnum í Ráðhúsinu í gott horf til að áfram verði hægt að sinna faglegu starfi safnsins, s.s. pakkningu og skráningu, þó að ekki sé vitað hvenær hægt sé að bjóða gestum að skoða sýningu að nýju. Þetta sé einnig mikilvægur liður í því að halda í viðurkenningu safnsins frá Safnaráði. Vonir eru bundnar við að geymsluaðstaðan verði til mikils sóma og hægt verði jafnvel að bjóða áhugasömum, skólahópum og öðrum í vettvangsferðir og kynningar í það rými.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2024, á lið 05320-2850 að upphæð kr. 1.140.000 til kaupa á hillum ásamt vagni á hjólum. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 1102. fundi byggðaráðs þann 4. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá forstöðumanna safna og menningarhúss, dagsett þann 25. mars 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.140.000 á lið 05320-2810, til að kaupa hillu og búnað í uppfærðan varðveislustað fyrir Byggðasafnið í kjallara Ráðhúss Dalvíkur. Fram kemur að fyrir liggur hönnun á rýminu frá sérfræðingi og forverði hjá Listasafni Íslands svo að það megi nýtast sem best. Í ljósi þess að senn þarf að rýma Hvol er mikilvægt að koma varðveislustaðnum í Ráðhúsinu í gott horf til að áfram verði hægt að sinna faglegu starfi safnsins, s.s. pakkningu og skráningu, þó að ekki sé vitað hvenær hægt sé að bjóða gestum að skoða sýningu að nýju. Þetta sé einnig mikilvægur liður í því að halda í viðurkenningu safnsins frá Safnaráði. Vonir eru bundnar við að geymsluaðstaðan verði til mikils sóma og hægt verði jafnvel að bjóða áhugasömum, skólahópum og öðrum í vettvangsferðir og kynningar í það rými. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun 2024, á lið 05320-2850 að upphæð kr. 1.140.000 til kaupa á hillum ásamt vagni á hjólum. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.140.000 á lið 05320-2850 vegna kaupa á hillum og vagni á hjólum vegna Byggðasafns. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.