Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra; Beiðni um styrk til rekstur Bjarmahlíðar þolendarmiðstöðvar í tilefni af 5 ára afmæli.

Málsnúmer 202404036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1103. fundur - 11.04.2024

Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna. Fram kemur að verkefnið er enn fjármagnað frá ári til árs með aðkomu fjárlaganefndar Alþingis og hefur ekki komist í fjárlög. Þá eru samtökin um rekstur Bjarmahliðar háð styrkjum frá einstaklingum og félagaamtökum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. apríl sl., þar sem óskað er eftir styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar á Akureyri í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna. Fram kemur að verkefnið er enn fjármagnað frá ári til árs með aðkomu fjárlaganefndar Alþingis og hefur ekki komist í fjárlög. Þá eru samtökin um rekstur Bjarmahliðar háð styrkjum frá einstaklingum og félagaamtökum.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykki ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 600.000 á lið 02800-9145 vegna styrks til Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar í tilefni af 5 ára afmæli þess. Sveitarstjórn samþykki jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.