Fjárhús sunnan Ásgarðs - ósk um kaup

Málsnúmer 202404040

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Erindi dagsett 3. apríl 2024 þar sem Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að kaupa fjárhús sunnan Ásgarðs á Dalvík.
Erindið var áður á dagskrá byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 28.september 2023 og var því hafnað.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð fer ekki með sölu eigna Dalvíkurbyggðar og vísar því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Byggðaráð - 1104. fundur - 23.04.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 3. apríl 2024 þar sem Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að kaupa fjárhús sunnan Ásgarðs á Dalvík. Erindið var áður á dagskrá byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 28.september 2023 og var því hafnað. Niðurstaða:Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð fer ekki með sölu eigna Dalvíkurbyggðar og vísar því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi með vísan í bókun skipulagsráðs frá 13. september 2023.
Fjárhúsin eru á gildandi aðalskipulagi Dalvikurbyggðar 2008-2020. Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnoktunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri. Byggðaráð bendir jafnframt á að vinna við nýtt aðalskipulag er að hefjast þar sem skilgreind verður nýting svæðisins til framtíðar og samhliða því þarf þá skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð húsanna í skipulagi sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 3. apríl 2024 þar sem Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að kaupa fjárhús sunnan Ásgarðs á Dalvík. Erindið var áður á dagskrá byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 28.september 2023 og var því hafnað. Niðurstaða:Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð fer ekki með sölu eigna Dalvíkurbyggðar og vísar því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"

Á 1104.fundi byggðaráðs þann 23.apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi með vísan í bókun skipulagsráðs frá 13. september 2023.
Fjárhúsin eru á gildandi aðalskipulagi Dalvikurbyggðar 2008-2020. Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnoktunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri. Byggðaráð bendir jafnframt á að vinna við nýtt aðalskipulag er að hefjast þar sem skilgreind verður nýting svæðisins til framtíðar og samhliða því þarf þá skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð húsanna í skipulagi sveitarfélagsins.
Enginn tók til máls:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar erindinu með vísan í bókun skipulagsráðs frá 13.september 2023.