Íþrótta- og æskulýðsráð

67. fundur 21. apríl 2015 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárfesting og lántaka; Golfhermir

Málsnúmer 201504056Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Gísli Bjarnason formaður Golfklúbbsins Hamars fundinn.



Farið var yfir kaup Golfklúbbsins á nýjum Golfhermi en kostnaðurinn við hann nam um kr. 2.000.000. Golfklúbburinn tók lán hjá Lýsingu fyrir 70% af kaupverðinu. Vonir standa til að auknar tekjur vegna notkunar á honum standi undir afborgunum af lánunum.



Íþrótta- og æskulýðsráð minnir á að íþróttafélögum er ekki heimilt að skuldsetja sig án vitundar og samþykkis sveitarfélagsins og vísar þessu til frekari umræðu á vorfundi ráðsins og íþróttafélaganna.

2.Þjónustusamningur á milli Dalvíkurskóla og Íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 201503011Vakta málsnúmer

Með fundaboði fylgdi afrit af þjónustusamningur á milli Dalvíkurskóla og Íþróttarmiðstöðvar.



Lagt fram.

3.Tékklisti og ferlar vegna verkefna

Málsnúmer 201503058Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tékklisti sem kynningar- og atvinnumálaráð óskaði eftir að lagður yrði fram í öllum ráðum sveitarfélagsins.



Lagt fram.

4.Heilsueflandi Samfélag - verkáætlun 2014-15

Málsnúmer 201412056Vakta málsnúmer

Rætt um gang verkefnisins og næstu skref.

5.Samningar við íþróttafélög 2016-2018

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu gögn frá fundi formanns ráðsins og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með forsvarsmönnum íþróttafélaga í sveitarfélaginu um samninga fyrir árin 2016-2019.



Grunnur að reiknilíkani var kynntur og ræddur. Velt var upp ef forsendur breytast á samningstímanum eða ef samningurinn er ekki uppfylltur til hvaða aðgerða íþrótta- og æskulýðsráð getur gripið. Stefnt er að því að drög að samningum liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.



Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og formanni ráðsins að fara á fund byggðaráðs og kynna þá vinnu sem farið hefur fram.

6.Framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla

Málsnúmer 201302115Vakta málsnúmer

Ljóst er að Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður mun ekki taka að sér rekstur sundskála Svarfdæla. Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir því við sveitarstjóra að kanna hvort rekstur sundskálans geti farið með rekstri Húsabakka eða öðrum ferðaþjónustu rekstri á svæðinu.

7.Sameiginlegur framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur og Golfklúbbsins Hamars

Málsnúmer 201504068Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri færðslu- og menningarsviðs kynnti stöðuna á ráðningu á sameiginlegum framkvæmdarstjóra Skíðafélags Dalvíkur og Golfklúbbsins Hamars.

8.Starfsemi vinnuskóla 2015

Málsnúmer 201504069Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi vinnuskóla í sumar. Elín Rós Jónasdóttir verður áfram forstöðumaður Vinnuskólans. Búið er að ganga frá ráðningu flokksstjóra og er umsóknarferli í gangi fyrir unglinga.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi