Íþrótta- og æskulýðsráð

81. fundur 29. september 2016 kl. 08:15 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017

Málsnúmer 201609018Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir vék af fundi kl. 8:25



Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.



Fjallað um minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Kostnaður við endurskipulagningu er kr. 5.000.000 sem ekki er í ramma málaflokksins.



Með fundarboði fylgdi tillaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skiptingu fjárhagsramma. Miðast tillagan við ramma áður en kemur til hækkunar vegna endurskipulagningu á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar og er kr. 2.433.262 undir ramma.



Rammi 271.712.486

Íþrótta- og æskulýðsráð 4.524.291

Æskulýðsfulltrúi 13.223.043

Heilsueflandi Dalvíkurbyggð 665.021

Leikvellir -

Sumarnámskeið 155.850

Vinnuskóli 8.728.389

Víkurröst félagsmiðstöð 11.082.064

Íþróttamiðstöð 141.021.004

Ungmennaráð 419.002

Rimar 8.668.935

Árskógur 10.342.345

Sundskáli Svarfdæla 4.004.703

Styrkir v/ æskulýðsmála 65.391.582

Sparkvöllur 1.053.000

Samtals 269.279.224

Vegna endurskipulagningar starfi forstöðumanns Víkurrastar: 5.000.000

Mismunur: 2.566.738



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir með ósk um hækkun á ramma vegna endurskipulagningar á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar að upphæð samtals 2.566.738.



Íris Hauksdóttir kom aftur á fundinn kl. 8:45

2.Fjárhagsáætlun 2017; umsókn um styrk

Málsnúmer 201608108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.



Byggðaráð vísaði ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.



Íþrótta- og æskulýðsráð harmar þá stöðu sem upp er komin og vill að fundin verði varanleg lausn á málum félagsins.



Afgreiðslu frestað og óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að fulltrúar ráðsins fái að sitja fund umhverfisráðs með forsvarsmönnum Mótorsportfélagsins.

3.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreind var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað.



Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum 8.9.2016 að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa einnig þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag til umhverfisráð til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöður ráðsins og tillögu að afgreiðslu.



Á fundi umhversiráðs 16.09.2016 lagði ráðið til að deiliskipulag íþróttasvæðis og nærliggjandi svæða verði deiliskipulagt á næsta ári.



Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir það að nauðsynlegt sé að klára deiliskipulagsvinnu sem fyrst.

Í skýrslu um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS sem unnin var árið 2105 með fulltrúum UMFS og Dalvíkurbyggðar, var ákveðið að grunnstyrkur vegna rekstur svæðisins verði hækkaður í 5.000.000 úr rúmum 3.000.000. Þar að auki var samþykkt að auka við fjármagn til rekstrarins árin 2015-2018 um samtals 7.500.000

4.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað.

5.Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi