Íþrótta- og æskulýðsráð

36. fundur 07. maí 2012 kl. 14:30 - 18:30 í félagsheimilinu Árskógi
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Samningur um tjaldsvæðið á fiskidaginn

Málsnúmer 201204041Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að samningi Dalvíkurbyggðar og Dalvík / Reyni vegna gæslu, eftirlits og innheimtu á tjaldsvæðinu á Dalvík í Fiskidagsvikunni.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með lítilsháttar breytingum og vísar honum til afgreiðslu  við Dalvík / Reyni og bæjarstjórn.

  

2.Fjárhagur Skíðafélagsins

Málsnúmer 201205001Vakta málsnúmer

&Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynntu vinnu sem nú stendur yfir við endurskipulag fjármála Skíðafélags Dalvíkur en fjárhagsstaða félagsins er erfið.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að halda áfram vinnu við endurskipulagningu á þeim nótum sem rætt var um á fundinum.

3.Gjaldskrá vor 2012 barnag. afsl.

Málsnúmer 201205033Vakta málsnúmer

&Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti breytingar á gjaldskrá sem felast í því að börn 6 - 18 ára búsett í sveitarfélaginu fái frítt í sund. Aðrir greiði 200 kr. Björgunarsveit Dalvíkur A - útkallsveit njóti afsláttarkjara af tímabilakortum í líkamsrækt.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti breytingar á gjaldskrá samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

4.Öldungur 2012

Málsnúmer 201205003Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir helstu atriði Öldungamótsins sem haldið var í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Skipulag mótsins gekk mjög vel og ber hrósa góðu skipulagi og miklu vinnuframlagi blakfélagsins Rima við framkvæmd mótsins. Nokkur umræða hefur verið um áfengisdrykkju á lokadögum mótsins og hefur Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sent athugasemdir á stjórn Blaksambands Íslands vegna þessa.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð vill þakka blakfélaginu Rimum fyrir vel skipulagt mót. Því miður fóru ekki allir þátttakendur eftir reglum Íþróttamiðstöðvar og ítrekar Íþrótta- og æskulýðsráð að áfengisdrykkja er bönnuð í Íþróttamiðstöðinni.

5.Ársskýrsla og reikningar UMFS barna og unglingaráð

Málsnúmer 201204039Vakta málsnúmer

Kristján Ólafsson formaður UMFS kynnti stuttlega ársskýrslu og ársreikning. Huga þarf að samningagerð og óskar UMFS eftir að tímar í Íþróttahúsi verði skoðaðir með tilliti til aukinnar þátttöku í yngri flokkum. Katrín Sigurjónsdóttir formaður barna og unglingaráðs talaði um aukna þátttöku barna af erlendum uppruna sem kæmi til vegna öflugs kynningarstarfs. Flokkum hefur fjölgað á milli ára og stefnir í að þeim muni enn fjölga á næstu árum hjá stúlkunum.

 

 

6.Ársreikningur sundfélagsins Ránar 2011

Málsnúmer 201203080Vakta málsnúmer

Elín Björk Unnarsdóttir formaður sundfélagsins Ránar kynnti ársskýrslu og ársreikning. Rán stendur vel fjárhagslega og og gengur starfið jafnframt vel.

7.Ársskýrsla og ársreikningur UMF. Reyni 2011

Málsnúmer 201205011Vakta málsnúmer

&Marinó Þorsteinsson formaður UMF. Reyni kynnti ársskýrslu. Öflugt starf hefur verið á árinu og tókst leikjanámskeið sérstaklega vel.

8.Ársskýrsla og ársreikningur UMF. Þ.Sv. 2011

Málsnúmer 201205014Vakta málsnúmer

&Jón Haraldur Sölvason formaður Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar kynnti ársskýrslu fyrir árið 2011. Starfsemin gengur vel. Brúsmót var haldið í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála benti fundarmönnum á að erindi vegna Sundskálans í Svarfaðardal væri inni í innanríkisráðuneyti og bíður afgreiðslu. Í erindinu felst að óska eftir undanþágu á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum á þeim forsendum að UMF. Þ.Sv. taki við rekstrinum. 

9.Ársreikningur blakfélagsins Rima 2011

Málsnúmer 201205015Vakta málsnúmer

Arna Stefánsdóttir stjórnarmaður í blakfélaginu Rimum kynnti helstu verkefni á árinu 2011. Helst ber að nefna að þrátt fyrir langan starfsaldur blakfélagsins þá varð félagið formlega stofnað með kennitölu á árinu.

10.Ársreikningur Hamars

Málsnúmer 201205016Vakta málsnúmer

&Gísli Bjarnason formaður golfklúbbsins Hamars fór yfir ársskýrslu. Inniaðstaða hefur gjörbreytt allri aðstöðu til golf iðkunar  í Dalvíkurbyggð. Gerður hefur verið samningur við Heiðar Davíð um þjálfun til 3 ára og telur Gísli bjart framundan í starfi félagsins.

11.Ársreikningur Hrings

Málsnúmer 201205017Vakta málsnúmer

&Guðrún Erla Rúdólfsdóttir formaður hestamannafélagsins Hrings fór yfir ársskýrslu. Sérstaklega ber að geta að unglingastarf er mjög öflugt í félaginu með fjölda þátttakenda og góðum árangri á árinu 2011. Helstu verkefnin þar fyrir utan voru stóðréttir, fjáraflanir, landsmótið og fleira.

12.Ársreikningur Skíðafélags

Málsnúmer 201205018Vakta málsnúmer

&Gerður Olofsson gjaldkeri Skíðafélags Dalvíkur mætti á fundinn en ársskýrsla og ársreikningur liggja ekki fyrir og munu ekki liggja fyrir fyrr en aðalfundi er lokið sem er seinni hluta maí mánaðar 2012. Gerður gerði stuttlega grein fyrir fjárhagsstöðu skíðafélagsins og þeirrar vinnu sem nú á sér stað.

13.Stefnumótun og starfshópar

Málsnúmer 201205043Vakta málsnúmer

&Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskuliðsfulltrúi hófu umræðu um sameiginlega þætti sviðssins og íþróttafélaganna.

 

Rætt var um og ákveðið að setja saman starfshóp sem hefur það verkefni að fara yfir búningarmál félaganna og hvort mögulegt sé að samræma sem mest á milli félaga með það að markmiði að draga úr útgjöldum foreldra.

 

Einnig var rætt um og ákveðið að hefja í haust vinnu við gerð íþróttastefnu fyrir sveitarfélagið og skoðað verði sammhliða hvort siðareglur fléttist inn í stefnuna eða hvort þær verði unnar sérstaklega.

 

Jafnframt var rætt um kynningarmál félaganna en UMFS er að taka í gagnið nýja heimasíðu um þessar mundir. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun í framhaldinu fara yfir að tenglar á heimasíðu sveitarfélagsins á heimasíður íþróttafélaganna séu réttir.

 

Ræddur var sá möguleiki að taka upp samræmt skráningarkerfi í íþróttir og tómstundir sbr. það sem notað er í Skagafirði og eru aðilar áhugasamir um að skoða þá útfærslu betur.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi