Íþrótta- og æskulýðsráð

100. fundur 15. maí 2018 kl. 15:00 - 18:15 í félagsheimilinu Árskógi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Íris Hauksdóttir boðaði forföll og mætti Jónína Guðrún Jónsdóttir í hennar stað.

1.Reglur um líkamsrækt íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 201805053Vakta málsnúmer

Rætt um aldurstakmörk í líkamsrækt. Í dag mega ungmenni koma í líkamsrækt eftir að hafa lokið 8. bekk, enda hafa þau fengið þjálfun í grunnskólanum undangenginn vetur.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að áfram verði sömu aldursviðmið en hægt verði að gera undanþágu þegar viðkomandi fær beiðni frá fagaðila, s.s. lækni eða sjúkraþjálfara.

2.Starfsemi Víkurrastar / félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 201803122Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir með ungmennaráði og telur mikilvægt að skoðað verði frá grunni með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar og þar með félagsmiðstöðvar verði til framtíðar. Það eru miklir möguleikar í alhliða frístundahúsi í Víkurröst. Ráðið telur mikilvægt að þetta verði unnið áfram í samráði við ungmennaráð og sett í farveg þannig að í haust verði búið að móta stefnu um það með hvaða hætti starfsemi Víkurrastar verði háttað.

3.Ungt fólk og lýðræði 2018

Málsnúmer 201803121Vakta málsnúmer

Ályktun frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem var haldin dagana 21.-23.mars sl. lögð fram til kynningar.

4.Húsnæði og troðari

Málsnúmer 201802112Vakta málsnúmer

Tekin fyrir greinagerð frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi endurnýjun á troðara félagsins og uppbyggingu geymsluhúsnæði félagsins.
Íþrótta- og æskulýðsráð telur þá leið að endurnýja dælur ofl. (leið 2 í greinagerð) sé vænlegasti kosturinn. Þetta gefur troðaranum nokkur ár til viðbótar. Í framhaldi verði svo gerð tímaáætlun um endurnýjun á troðaranum. Ráðinu lýst vel á áætlanir skíðafélagsins um framtíðaruppbygingu geymsluhúsnæðis félagsins og vísar því til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu næsta haust.

5.20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201801076Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

6.Ársreikningar íþróttafélaga 2017

Málsnúmer 201804025Vakta málsnúmer

Farið yfir ársreikninga íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð.
Hlynur Sigursveinsson vék af fundi kl. 16:30.

7.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2018

Málsnúmer 201804001Vakta málsnúmer

Undir þessum lið var fundað með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð.
Fulltrúar félaganna fóru yfir rekstur og starfsemi félaganna.

Kynntar voru breytingar á reglum um kjör á íþróttamanni ársins og reglum um afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskuýðsráðs.

Rætt var um það að félögin myndi setja sér verklagsreglur um einelti og kynferðislega áreitni. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun leiða þá vinnu.

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar samstarfið undanfarin ár og þakkar jafnframt fyrir það mikilvæga starf sem sjálfboðaliðar íþróttafélaganna eru að sinna innan sinna félaga.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi