Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

31. fundur 31. mars 2022 kl. 08:15 - 09:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Steinunn Jóhannsdóttir, boðaði forföll, en náði ekki að boða varamann.

Aðrir sem sátu fjarfund: Ave Kara Sillaots.

1.Starfsmannahald næsta skólaár og breytingar/ráðningar

Málsnúmer 201705064Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir stöðuna varðandi starfsmannamál fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagslegt stöðumat TÁT

Málsnúmer 201911063Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir fjárhagsárið 2022 og frávikagreiningu fyrir fjárhagsárið 2021.
Frávikagreining fyrir fjárhagsárið 2021 lögð fram til kynningar ásamt stöðumati fyrir 2022.

3.Endurskoðun á samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.

Málsnúmer 202202003Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, fóru yfir helstu breytingar á samstarfssamning milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um samrekstur á tónlistarskóla.
Samstarfssamingur um samrekstur á tónlistarskóla milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar rennur út í lok árs 2022. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri og Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri lögðu fyrir drög að endurskoðuðum samningi. Skólanefnd TÁT, gerði smávægilegar breytingar á samstarfssamningi og vísar honum til frekari umræðu og samþykktar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar og Bæjarráði Fjallabyggðar.

4.Eignalisti TÁT

Málsnúmer 202105041Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir eignalista TÁT sem fylgir með samstarfssamningi.
Lagt fram til kynningar.

5.Skóladagatal TÁT 2022 - 2023.

Málsnúmer 202203166Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fór yfir skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2022 - 2023.
Skólanefnd TÁT, samþykkir með tveimur greiddum atkvæðum skóladagatal TÁT fyrir skólaárið 2022 - 2023.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs